Bjarni Íslandsmeistari í 100 m skeiði

Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum sigruðu í gærkvöldi í 100 m skeiði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið er í Borgarnesi um helgina.

Þau Bjarni og Hera runnu skeiðið á 7,79 sekúndum. Í öðru sæti urðu Berlínarfarinn Eyjólfur Þorsteinsson og Spyrna frá Vindási með tímann 7,82 og í þriðja sæti varð Teitur Árnason á Jökli frá Efri-Rauðalæk á tímanum 7,95.

Eftir tvo spretti af fjórum eru Bjarni og Hera í 3. sæti í 250 m skeiði en seinni tveir sprettirnir verða riðnir á sunnudagsmorgun.

Fyrri greinBryggjuhátíðin haldin í dag
Næsta greinLíf og fjör í frjálsíþróttaskólanum