Bjarki og Símon Norðurlandameistarar

Bjarki Breiðfjörð. Ljós­mynd/Árni Rúnar Baldursson

Þrír keppendur frá Selfossi tóku þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í ólympískum lyftingum sem fram fór um helgina.

Bjarki Breiðfjörð Björnsson varð Norðurlandameistari í -73 kg flokki 17 ára og yngri. Hann gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í fjórum lyftum af þeim sex sem hann tók. Bjarki endaði í 95 kg í snör­un, 106 kg í jafn­hend­ingu og 201 kg í sam­an­lögðu sem er met í U17 ára flokki.

Símon Gestur Ragnarsson varð Norðurlandameistari í -96 kg flokki í flokki 20 ára og yngri. Hann lyfti 118 kg í snörun og 135 kg í jafnhendingu og 253 kg samanlagt. Símon Gestur var einnig valinn ungmenni ársins í flokki U20.

Hin 13 ára gamla Bergrós Björns­dótt­ir var yngsti kepp­andi móts­ins. Hún vann bronsverðlaun á mótinu en hún keppti í -64 kg flokki 17 ára og yngri. Bergrós setti ald­urs­flokka­met í fjórum lyft­um af sex sem hún tók sem endaði með 65 kg í snör­un, 75 kg í jafn­hend­ingu og 140 í sam­an­lögðu sem er met í U17 og U15. Bergrós var einnig valin ungmenni ársins í flokki U15.

Keppendur kepptu hver í sínu landi en mótinu var streymt á netinu og dómarar mótsins dæmdu lyfturnar í tölvum, hvaðanæva af á Norðurlöndunum í gegnum streymið.

Símon Gestur Ragnarsson. Ljósmynd/Árni Rúnar Baldursson
Bergrós Björnsdóttir. Ljós­mynd/Árni Rúnar Baldursson
Fyrri greinÁ 176 km/klst á Hellisheiði
Næsta greinLangaði að vera ballettdansari