Bergrós og Bjarki nýliðar ársins

Systkinin Bergrós og Bjarki eru nýliðar ársins hjá Mótorsportsambandi Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Uppskeruhátíð Mótorsportsambands Íslands var haldin fyrir skömmu þar sem afhent voru verðlaun fyrir árangur sumarsins. Iðkendur frá motocrossdeild Selfoss fengu þó nokkur verðlaun, bæði í motocross og enduro.

Heiðar Örn Sverrison varð Íslandsmeistari í MX2 og einnig í flokki 40-49 ára í enduro. Gyða Dögg dóttir hans varð í 3. sæti í kvennaflokki í enduro.

Í 85 cc flokki varð Eric Máni Guðmundsson í öðru sæti og Alexander Adam Kuc í þriðja sæti. Í unglingaflokki varð Bjarki Breiðfjörð Björnsson í þriðja sæti og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í þriðja sæti kvennaflokki 30+.

Til að toppa kvöldið voru systkinin Bjarki Breiðfjörð Björnsson og Bergrós Björnsdóttir valin nýliðar ársins í motocross en þau hafa náð frábærum árangri í sportinu á skömmum tíma.

Heiðar Örn Sverrison varð Íslandsmeistari í MX2 og einnig í flokki 40-49 ára í enduro. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinLokatónleikar Söngs og sagna á Suðurlandi
Næsta grein„Tónleikar fyrir þá sem eru til í eitthvað öðruvísi“