Bjarki og Aron einnig úr leik

Bjarki Már Elísson. Ljósmynd: HSÍ/Mummi Lú

Á hraðprófi í morgun greindust Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson jákvæðir fyrir COVID-19.

Því eru fimm leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta óleikfærir í kvöld þegar Ísland mætir Danmörku. Elvar Örn Jónsson var meðal þeirra sem greindist með COVID-19 í gær.

Bjarki Már og Aron eru komnir í einangrun og er beðið eftir niðurstöðu úr PCR prófi hjá þeim.

Fyrri greinÓtrúlega heppinn með fólkið í kringum mig
Næsta greinKennsla hefst aftur á Stað og í Rauða húsinu