Bjarki Már skoraði sitt 200. landsliðsmark

Selfyssingar á HM (f.v.) Bjarki Már, Janus Daði, Elvar Örn, Ómar Ingi og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari. Ljósmynd/Selfoss Handbolti

Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Ísland sem vann öruggan sigur á Marokkó í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta.

Bjarki Már náði þeim skemmtilega áfanga í leiknum að skora sitt 200. mark fyrir íslenska landsliðið. Elvar Örn Jónsson var besti varnarmaður vallarins í kvöld en hann skoraði að auki tvö mörk og sendi þrjár stoðsendingar.

Ómar Ingi Magnússon var hvíldur í leiknum og Janus Daði Smárason mun ekki leika meira á HM en hann var sendur heim í gær vegna axlarmeiðsla.

Íslendingar voru mun sterkari aðilinn í kvöld, staðan í hálfleik var 15-10 og lokatölur urðu 31-23.

Íslendingar eru því komnir í milliriðil þar sem þeir mæta Sviss, Noregi og Frakklandi.

Fyrri greinKannabisræktun í sérútbúnu kjallaraherbergi
Næsta greinHringdi 130 sinnum í Neyðarlínuna