Bjarki Már markakóngur í Þýskalandi

Bjarki Már Elísson. Ljósmynd/HSÍ

Bjarki Már Elís­son, landsliðsmaður Íslands í hand­knatt­leik og leikmaður Lem­go í Þýskalandi, er markakóng­ur þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eft­ir að ákveðið var að flauta deild­ina af í dag vegna COVID-19.

Bjarki skoraði 216 mörk fyr­ir Lem­go í 27 leikj­um en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Bjarki verður markakóngur. Hann varð markakóng­ur úr­vals­deild­ar­inn­ar með HK árið 2013 og þá varð hann marka­hæsti leikmaður þýsku B-deild­ar­inn­ar árið 2015 með Eisenach. Þá er hann þriðji Íslend­ing­ur­inn til þess að verða markakóng­ur þýsku 1. deild­ar­inn­ar.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Fyrri greinHvergerðingar syngja inn sumarið
Næsta greinSelfoss-U deildarmeistari í 2. deild