Bjarki Már í Selfoss

1. deildarlið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið vinstri bakvörðinn Bjarka Má Benediktsson til liðs við sig á láni frá FH.

Bjarki Már hefur æft með Selfyssingum undanfarnar vikur og spilað með liðinu í Fótbolta.net mótinu.

Bjarki Már er fæddur árið 1993 en hann gekk upp úr öðrum flokki síðastliðið haust.

Á ferli sínum hefur Bjarki leikið með U17 og U19 ára landsliði Íslands en hann á ekki meistaraflokksleik að baki með FH-ingum.

Fótbolti.net greindi frá þessu

Fyrri greinNýr lögreglubíll á Klaustri
Næsta greinForeldrafélagið gaf leikskólunum peningagjöf