Bjarki lánaður á Selfoss

Karlalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið miðvörðinn Bjarka Aðalsteinsson að láni frá Breiðabliki.

Bjarki er 22 ára gamall uppalinn í Breiðabliki. Hann hefur ekki leikið deildarleik með Blikum en hann var lánaður til Reynis í Sandgerði í 2. deildinni í fyrra.

Í vetur hefur hann verið að gera góða hluti með liði JMU í bandaríska háskólaboltanum. Bjarki er væntanlegur til landsins í maí.

Fyrri greinÓmar þjálfar Stokkseyringa
Næsta greinJón Daði skoraði bikarmark