Birna Sólveig íþróttamaður ársins hjá Kötlu

Birna Sólveig Kristófersdóttir með verðlaun sín í dag. Ljósmynd/Katla

Birna Sólveig Kristófersdóttir er íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélaginu Kötlu. Verðlaunaafhendingin fór fram í dag á þrettándagleði Kötlu, þar sem íþróttamenn og sjálfboðaliðar voru heiðraðir fyrir árið 2018.

Birna Sólveig og Ástþór Jón Tryggvason voru tilnefnd í valinu um íþróttamann ársins en bæði náðu þau góðum árangri á frjálsíþróttavellinum á árinu.

Efnilegasti íþróttamaður ársins er Kristín Ólafsdóttir en hún var tilnefnd ásamt Agli Atlasyni. Bæði stunda þau frjálsar íþróttir.

Bjartasta vonin hjá Kötlu er Stephanie Ósk Ingvarsdóttir en hún stundar frjálsar íþróttir. Ásamt henni var tilnefndur Kristófer Ek Saithong Óðinsson, fyrir frjálsar og knattspyrnu.

Reynir Ragnarsson hlaut svo fyrirmyndarbikar Kötlu að þessu sinni, fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Fyrri greinHamar sigraði í stigakeppninni
Næsta greinLiðsmenn Brunavarna Árnessýslu Sunnlendingar ársins 2018