Birkir og Hlynur spila með FSu

Tveir leikmenn hafa bæst í hópinn hjá körfuknattleiksliði FSu fyrir næsta tímabil, þeir Hlynur Hreinsson og Birkir Víðisson.

Hlynur Hreinsson hefur fært sig um set en hann lék með KFÍ á síðasta tímabili þar sem hann lék um 20 mín að meðaltali og skoraði að meðaltali 4,2 stig í leik. Hlynur er leikstjórnandi og er 20 ára gamall.

Annar leikmaður sem mun leika með FSu á næsta tímabili er Birkir Víðisson. Birkir þekkir vel til í Iðu en þar hefur hann nánast alist upp. Hann snýr nú heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lék í miðskóla með Chuckey Doak High School. Birkir er fjölhæfur leikmaður sem steig sín fyrstu skref í úrvalsdeild aðeins 14 ára gamall, en hann er 18 ára í dag.

Þessir tveir ungu menn munu styrkja lið FSu mikið en von er á frekari fréttum af leikmannamálum hjá liðinu fljótlega.

Fyrri greinTólfti maðurinn er engin þjóðsaga
Næsta greinVel heppnaður fundur bæjar- og sveitarstjóra