Birgir Leifur leiðir áfram

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, leiðir áfram á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli að loknum öðrum keppnisdegi.

Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag, einum yfir pari og hefur nú tveggja högga forskot á næstu menn, Heiðar Davíð Bragason og Sigmund Einar Másson.

Hlynur Geir Hjartarson er í 5.-6. sæti, hann lék á 72 höggum, einum yfir pari, annan daginn í röð.

Hjalti Atlason, GKB, var í 7. sæti eftir fyrsta hring en hann lék á 79 höggum í dag, átta höggum yfir pari og er í 18.-21. sæti. Félagi hans í GKB, Halldór X. Halldórsson var tólfti eftir fyrsta hring en hann lék á tólf höggum yfir pari í dag og féll niður í 42. sæti.

Staða efstu manna eftir annan hring:
1 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 140
T2 Heiðar Davíð Bragason, GHD 142
T2 Sigmundur Einar Másson, GKG 142
4 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 143
T5 Sigurpáll Geir Sveinsson, GK 144
T5 Hlynur Geir Hjartarson, GK 144
7 Stefán Már Stefánsson, GR 145
8 Þórður Rafn Gissurarson, GR 146
T9 Örn Ævar Hjartarson, GS 147
T9 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 147
T9 Axel Bóasson, GK 147

Staða sunnlenskra golfara eftir annan hring:
T18 Hjalti Atlason, GKB 151
T38 Andri Már Óskarsson, GHR 156
T42 Halldór X. Halldórsson, GKB 157
T52 Gunnar Marel Einarsson, GH 160
T72 Þorsteinn Hallgrímsson, Tudda 165
T72 Sigurjón Sigmundsson, GÖ 165

Þessir sunnlendingar hafa lokið keppni eftir niðurskurð:
T80 Hallsteinn Traustason, GÖ 167
T80 Snorri Hjaltason, GKB 167
T91 Gunnar Snær Gunnarson, GKB 169
T104 Guðmundur Örn Guðmundsson, GÖ 174

Fyrri greinGóð sala í grænmetinu
Næsta greinBrotnaði illa á bifhjóli