Bikartvíhöfði í Iðu í kvöld

Bæði lið ætla sér í „Final4“ í Laugardalshöllinni þar sem stemmningin er kyngimögnuð. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verður sannkölluð bikarveisla í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld þar sem bæði karla- og kvennalið Selfoss eiga leik í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta.

Kvennaliðið tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum í Fram og hefst leikurinn kl. 18:00. Það má búast við hörkuleik en Selfoss skellti Fram í Olísdeildinni fyrr í vetur.

Klukkan 20:15 á svo karlaliðið leik en þeir taka á móti Valsmönnum, sem sitja á toppi Olísdeildarinnar. Þetta er stórleikur 8-liða úrslitanna.

Sigurliðin úr þessum leikjum eru komin í undanúrslit bikarkeppninnar en þau fara fram í bikarvikunni 7.-9. mars.

Fyrri greinDagur Fannar Íslandsmeistari í sjöþraut
Næsta greinBjarni Bjarnason íþróttamaður Bláskógabyggðar 2018