Bikarmeistararnir taka á móti Íslandsmeisturunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verður stórleikur í 8-liða úrsltum bikarkeppni kvenna þar sem bikarmeistarar Selfoss taka á móti Íslandsmeisturum Vals.

Selfoss sló Stjörnuna úr keppni í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi og dregið var í 8-liða úrslit í dag.

Hinar viðureignirnar í 8-liða úrslitunum eru Þór/KA-Haukar, FH-KR og ÍA-Breiðablik.

Leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram 11. og 12. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinTíðindalítið á Selfossi
Næsta greinStíga þarf stór skref til að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni