Bikarmeistararnir slegnir út (af laginu)

Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar munu ekki verja bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna því liðið tapaði stórt þegar Þróttur kom í heimsókn á Selfoss í 8-liða úrslitunum í kvöld.

Selfyssingar voru sterkar í fyrri hálfleik og Brenna Lovera skoraði gott mark á 13. mínútu. Dæmið snerist hins vegar við í seinni hálfleik og Þróttarar skoruðu tvö mörk með tíu mínútna millibili snemma í fyrri hálfleik. 

Selfossliðið var slegið út af laginu við þetta svar Þróttara og þær náðu ekki að jafna metin þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknir. Þróttarar bættu hins vegar við tveimur mörkum á lokakaflanum og sigruðu 1-4.

Fyrri greinGleði á Selfossi með afléttingu takmarkana
Næsta greinÞórsarar Íslandsmeistarar í fyrsta sinn