Bikarmeistararnir mæta KR

Bikarmeistarar Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu mætir KR á útivelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Dregið var í hádeginu í dag.

Selfoss er ríkjandi bikarmeistari kvenna í knattspyrnu en liðið sigraði KR í úrslitaleik keppninnar árið 2019. Selfoss var komið í undanúrslit árið 2020 þegar keppninni var aflýst vegna COVID-19.

Leikur Selfoss og KR fer fram annað hvort 31. maí eða 1. júní.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:
Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur – Þróttur
FH – Þór/KA
Fylkir – Keflavík
Völsungur – Valur
Stjarnan – ÍBV
Breiðablik – Tindastóll
Grindavík – Afturelding

Fyrri greinOrkan úr óþefnum!
Næsta greinZelsíuz fékk hvatningarverðlaun SAMFÉS