Bikarleiknum frestað vegna EM

Leik Fram og Selfoss í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu hefur verið frestað til þriðjudagsins 5. júlí næstkomandi.

Leikurinn var fyrst settur á sunnudaginn 3. júlí, en vegna viðureignar Íslands og Frakklands á Evrópumótinu var leiktímanum breytt.

Leikur Fram og Selfoss verður á Laugardalsvellinum klukkan 19:15 á þriðjudagskvöld.

Kvennalið Selfoss mætir ÍBV í 8-liða úrslitum á mánudaginn og fer leikurinn fram í Vestmannaeyjum kl. 17:30.