Bikarkeppnum FRÍ frestað um tvær vikur

Bikarmeistarar HSK/Selfoss í flokki 15 ára og yngri sumarið 2018. Ljósmynd/HSK

Bikarkeppnum Frjálsíþróttasambands Íslands, sem áttu að fara fram næstkomandi laugardag á Selfossi, hefur verið frestað um tvær vikur.

Ákvörðun stjórnar FRÍ er byggð á niðurstöðu fundar með formönnum félaganna sem skráð höfðu lið á mótin. Bikarkeppnir FRÍ verða því haldnar laugardaginn 29. ágúst, en þó gæti mótinu verið aflýst eða frestað með stuttum fyrirvara.