Bikarkeppni KSÍ: Karlarnir fá KB en konurnar FH

Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit í Borgunarbikarnum í knattspyrnu. Báðir meistaraflokkar Selfoss voru í pottinum.

Kvennaliðið fær heimaleik gegn FH og karlaliðið fær 3. deildarlið KB í heimsókn. Kvennaleikirnir fara fram föstudaginn 29. júní en karlaleikirnir 25. og 26. júní.

Leikirnir í 16-liða úrslitum kvenna:
KR – HK/Víkingur
Selfoss – FH
ÍBV – Breiðablik
Stjarnan – Fjölnir
Höttur – Valur
Keflavík – Þór/KA
Afturelding – ÍA
Fylkir – Haukar

Leikirnir í 16-liða úrslitum karla:
Selfoss – KB
Afturelding – Fram
KA – Grindavík
Stjarnan – Reynir Sandgerði
KR – Breiðablik
Víkingur Ó eða ÍBV – Höttur
Þróttur – Valur
Víkingur R – Fylkir