Bestu-deildar slagur í bikarnum

Magdalena Reimus með boltann í deildarleik liðanna á dögunum. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið Selfoss tekur á móti Aftureldingu á Selfossvelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu.

Dregið var í 16-liða úrslitin í hádeginu í dag en leikur Selfoss og Aftureldingar mun fara fram laugardaginn 28. maí kl. 16:30.

Liðin leika bæði í Bestu deildinni og mættust raunar í 1. umferð hennar á dögunum þar sem Selfoss hafði 4-1 sigur.

Leikirnir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna:
Tindastóll – Valur
Selfoss – Afturelding
ÍH eða FH – Stjarnan
Þór/KA – Augnablik eða Haukar
ÍA – KR
Þróttur R. – Víkingur R.
Keflavík – ÍBV
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. – Breiðablik

Fyrri greinHergeir til liðs við Stjörnuna
Næsta greinÍbúar Rangárþings eystra frekar hlynntir sameiningu