Besti liðsfélaginn fer ekki fet

Reynir Freyr Sveinsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Reynir Freyr Sveinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Reynir glímdi við erfið meiðsli framan af sumri sem héldu honum lengi frá en lét vel til sín taka inni á knattspyrnuvellinum þegar meiðslin skánuðu og spilaði hann tíu leiki á tímabilinu.

Reynir hlaut viðurkenningu á lokahófi knattspyrnudeildar fyrir að vera besti liðsfélaginn en það voru leikmenn, þjálfarar og starfslið meistaraflokks sem kusu. Þar sagði meðal annars við verðlaunaafhendinguna að Reynir hafi öskrað liðsfélaga sína áfram og fékk þá til þess að trúa á verkefnið þegar á móti blés í sumar.

Fyrri greinEngir múrar á milli þjónustuveitenda
Næsta greinKraftmikil og fjölbreytt Regnbogahátíð