Besti árangur GOS frá upphafi

Golfklúbbur Selfoss endaði í þriðja sæti. Mynd/seth@golf.is

Sveit Golfklúbbs Selfoss varð í 3. sæti á Íslandsmóti golfklúbba en keppni í efstu deild lauk í dag á Korpúlfsstaðavelli.

Selfyssingar mættu Golfklúbbi Vestmannaeyja í leiknum um 3. sætið og sigruðu örugglega, 4-1. Þetta er besti árangur Golfklúbbs Selfoss á Íslandsmótinu frá upphafi.

Sveit GOS skipuðu þeir Hlynur Geir Hjartarson, Heiðar Snær Bjarnason, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, Símon Leví Héðinsson, Andri Már Óskarsson, Aron Emil Gunnarsson, Pétur Sigurdór Pálsson, Arnór Ingi Gíslason, Jón Ingi Grímsson og Ástmundur Sigmarsson.

Fyrri greinSætt sigurmark í uppbótartíma
Næsta greinVíti í súginn í naumu tapi