Keppendur frá Berserkjum BJJ á Selfossi náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í NOGI sem haldið var um síðustu helgi. Þetta er stærsta mótið í brasilísku jiu-jitsu sem haldið hefur verið á Íslandi en hátt í 200 keppendur tóku þátt.
Berserkir sendu fimm keppendur til leiks og komu þeir heim með þrjá Íslandsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun.

Gísli Örn Þórisson varð Íslandsmeistari í -70 kg hvítbeltaflokki, Sturlaugur Eyjólfsson varð Íslandsmeistari í +100 kg hvítbeltaflokki og þar tók Gunnar Páll Júlíusson silfrið.
Berserkir voru sömuleiðis efstir á palli í +75 kg blábeltaflokki kvenna en þar varð Arna Diljá S. Guðmundsdóttir Íslandsmeistari og Hekla Dögg Ásmundsdóttir vann silfrið.
