Bergur og Olil ræktunarmenn ársins

Bergur Jónsson og Olil Amble á Syðri-Gegnishólum í Flóahreppi voru í gær valin ræktunarmenn ársins 2010 í hrossarækt.

Fagráð í hrossarækt tilnefndi fjórtán ræktunarbú til verðlaunanna, sem Bændasamtök Íslands standa að. Sunnlendingar voru áberandi á listanum en verðlaunaafhendingin fór fram á ráðstefnunni „Hrossarækt 2010“ á Hótel Sögu í gær.

Bergur og Olil reka öflugt ræktunarbú og var mikill fjöldi hrossa úr ræktun þeirra sýndur á þessu ári og útkoman frábær. Þau hafa byggt upp glæsilega aðstöðu utan um starfsemina í Syðri–Gegnishólum í Flóahreppi og er mikils að vænta þaðan á komandi árum.

Ræktunarbúin sem tilnefnd voru eru (í stafrófsröð):
1 Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.
2 Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir.
3 Árgerði, Magni Kjartansson.
4 Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir.
5 Efri-Rauðilækur, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ingveldur Guðmundsdóttir,Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir.
6 Flugumýri 2, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir.
7 Hólar í Hjaltadal. Háskólinn á Hólum.
8 Hvoll, Ólafur Hafsteinn Ólafsson og Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir.
9 Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble.
10 Kvistir, Kristjón Kristjánsson og Günter Weber.
11 Prestsbær, Inga og Ingar Jensen.
12 Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.
13 Ytra-Dalsgerði, Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason.
14 Þjóðólfshagi 1, Sigurður Sigurðarson og Sigríður Anna Þórðardóttir.

Fyrri greinÁrborg – Hamar í 2. umferð
Næsta greinEignir bæjarins margfaldast