
Lyftingasamband Íslands valdi Selfyssinginn Bergrós Björnsdóttur ungmenni ársins 2025 í flokki 18-20 ára kvenna.
Bergrós, sem er 18 ára gömul og keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, keppti aðeins á einu móti á árinu, Grétarsmótinu, þar sem hún varð stigahæst kvenna með 85 kg í snörun og 108 kg í jafnhendingu, samanlagt 193 kg í -77 kg flokki kvenna.
Þessi árangur gaf henni 235.9 Sinclair stig. Hún setti 9 Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 6 Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.
