Bergþóra Kristín ráðin framkvæmdastjóri

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss. Bergþóra Kristín er öllum hnútum kunnug í fimleikaheiminum.

Hún er alþjóðlegur dómari í fimleikum og er formaður tækninefndar í hópfimleikum hjá Fimleikasambandi Íslands. Hún hefur starfað sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Stjörnunnar í vetur.

Bergþóra Kristín er fædd og uppalin á Selfossi og bæði æfði og þjálfaði hjá fimleikadeild Selfoss á árum áður.

Bergþóra Kristín tekur við af Elmari Eysteinssyni, sem hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra undanfarið eitt og hálft ár, og hefur hún störf þann 1. mars næstkomandi.

Fyrri greinDagný María Norðurlandameistari
Næsta greinLýst eftir Ríkharði Péturssyni