Benedikt tekur við Þórsurum

Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, mun skrifa undir þriggja ára samning við 1. deildarlið Þórs í Þorlákshöfn í kvöld.

Benedikt hefur starfað hjá KR stærstan hluta af sínum ferli. Hann gerði KR konur að Íslandsmeisturum í vor en í fyrra þjálfaði hann karlalið KR og gerði þá sömuleiðis að Íslandsmeisturum.

Nánar um þjálfaraskiptin hjá Þór síðar í kvöld.