Benedikt sigraði sína fyrstu keppni

Benedikt Helgi Sigfússon ók Hlunknum til sigurs í Bílar & hjól torfærunni, 2. umferð Íslandsmótsins, sem fram fór í Jósepsdal í Ölfusi í dag.

Þetta er fyrsti sigur Benedikts á ferlinum og hefur hann nú tekið forystu í Íslandsmótinu. Benedikt tryggði sér sigurinn í síðustu brautinni eftir jafna og harða keppni.

Ívar Guðmundsson varð í fjórða sæti í götubílaflokknum en hann villtist í tímabrautinni og tapaði þar 300 stigum sem hefðu fleytt honum upp í 2. sætið. Jón Vilberg Gunnarsson sigraði í götubílaflokknum og tók þar með forystuna í heildarstigakeppni flokksins.

Benedikt og Ívar voru einu Sunnlendingarnir sem tóku þátt í keppninni í dag en aðrir ökumenn munu væntanlega mæta með bensíngjöfina í botni á næstu keppni sem fram fer á Akureyri 18.-19. ágúst.

Staðan á Íslandsmótinu í torfæruakstri:

Sérútbúnir
1. Benedikt Helgi Sigfússon – 28 stig
2. Árni Kópsson – 20 stig
3.-4. Eyjólfur Skúlason – 15 stig
3.-4. Daníel G. Ingimundarson – 15 stig
5.-7. Kristmundur Dagsson – 12 stig
5.-7 Valdimar J. Sveinsson – 12 stig
5.-7. Gestur Ingólfsson – 12 stig
8. Guðlaugur Sindri Helgason – 10 stig
9. Baldur Gíslason – 8 stig
10.-11. Hafsteinn Þorvaldsson – 6 stig
10.-11. Guðbjörn Grímsson – 6 stig
12.-13. Helgi Gunnarsson – 4 stig
12.-13. Alexander Steinarsson – 4 stig
14. Sigfús G. Benediktsson – 3 stig
15. Jón Örn Ingileifsson – 1 stig

Götubílar
1. Jón Vilberg Gunnarsson – 35 stig
2. Ívar Guðmundsson – 30 stig
3. Stefán Bjarnhéðinsson – 25 stig
4. Sævar Már Gunnarsson – 24 stig
5. Róbert Agnarsson – 8 stig