Benedikt hættir hjá Þór

Benedikt Guðmundsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í körfuknattleik, mun láta af störfum hjá félaginu í vor. Benedikt hefur verið farsæll þjálfari hjá Þór en hann er búinn að starfa í fimm ár sem þjálfari meistaraflokks og yngri flokka.

Í tilkynningu frá félaginu segir að í Þorlákshöfn hafi menn verið afar ánægðir með störf Benedikts en hann byrjaði með meistaraflokkslið Þórs í 1. deild árið 2010 og enduðu þeir þá leiktíð sem deildarmeistarar með 17 sigra af 18. Leiðin lá í úrvalsdeild þar sem liðið kom öllum að óvörum og lék til úrslita á móti Grindavík. Síðan hefur liðið fest sig í sessi sem eitt af betri liðunum í úrvalsdeild.

Körfuknattleiksdeild Þórs óskar Benedikt velfarnaðar í framtíðinni og þakkar frábær störf í þágu körfuknattleiksdeildarinnar og mjög gott samstarf.

Fyrri greinBarn slasaðist alvarlega í dráttarvélarslysi
Næsta greinFyrsti sigur Stokkseyringa