Benedikt besti þjálfarinn í fyrri umferðinni

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrri umferð Domino’s-deildar karla í körfubolta.

Auk þess var lið fyrri umferðarinnar tilkynnt og eiga Sunnlendingar þar tvo fulltrúa, Selfyssinginn Marvin Valdimarsson og Mýrdælinginn Justin Shouse, sem báðir leika með Stjörnunni.

Undir stjórn Benedikts sigruðu Þórsarar í átta leikjum í fyrri umferðinni og töpuðu þremur og voru með 90,9% sigurhlutfall.

Fyrri greinFinnbogi Vikar: Makríll 2013 og tækjakaup
Næsta greinRagnheiður Elín: Byggjum upp og stöndum saman