Benedikt þjálfar U20

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, hefur verið ráðinn þjálfari U20 ára liðs Íslands í körfubolta.

Stjórn KKÍ hefur ákveðið að senda U20 ára landsliðið í Evrópukeppnina 2011 sem fram fer í Sarajevo í Bosníu í júlí nk.

Benedikt hefur þjálfað mörg yngri landslið KKÍ með góðum árangri.

Það kemur í ljós 15. janúar hvaða þjóðir verða með Íslandi í riðli.