Basti bjargaði stigi

Selfoss gerði jafntefli við Hamrana þegar liðin mættust á Akureyri í 1. deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 24-24 eftir æsispennandi leik.

Hamrarnir byrjuðu mun betur og náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks. Selfoss náði að jafna í fyrri hálfleik en heimamenn voru yfir í hálfleik, 14-12.

Selfyssingar voru sterkari í síðari hálfleik og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn tvö mörk, 21-23. Hamrarnir jöfnuðu, 24-24, þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Selfyssingar áttu næstu sókn en misstu boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Hamrarnir sneru vörn í sókn en Sebastian Alexandersson bjargaði stigi fyrir Selfoss með því að verja frábærlega síðasta skot Hamranna.

Sverrir Pálsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mör, Andri Már Sveinsson og Guðjón Ágústsson skoruðu 5 mörk og Hörður Másson og Matthías Halldórsson voru báðir með 3 mörk.

Selfoss er nú í 3. sæti með 15 stig, eins og Fjölnir og Hamrarnir. KR er í 6. sæti með 14 stig. Liðin í sætum 2.-5. fara í umspilið um sæti í efstu deild.

Fyrri greinHellisheiði og Þrengslum lokað
Næsta greinDagný varð önnur í kjörinu