Barros tryggði sigurinn í blálokin

Selfoss náði í sín fyrstu stig í 1. deild karla í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Víking Ólafsvík 0-1 á útivelli, en leikið var innanhúss í knattspyrnuhöllinni á Akranesi.

Selfyssingar áttu á köflum í vök að verjast gegn sterku liði Víkinga en leikurinn var markalaus allt þar til á 90. mínútu að Elton Barros skoraði með skalla eftir aukaspyrnu og tryggði Selfyssingum sigurinn.

Þetta voru fyrstu stig Selfyssinga í sumar en liðið mætir næst Þrótti á heimavelli á föstudagskvöld. Þróttarar eru taplausir í deildinni eftir örugga sigra gegn Haukum og KA.

Fyrri greinSkrifað undir viljayfirlýsingu um flugsafn
Næsta greinTvöfaldur sunnlenskur sigur