Barbára Sól með landsliðinu á NM

Bárbara Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið valin í U16 ára landsliðið í knattspyrnu sem leikur á Norðurlandameistaramótinu í sumar.

Leikið er í Oulu í Finnlandi dagana 29. júní til 7. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Finnlandi, Frakklandi og Svíþjóð.

Bárbara Sól hefur verið í æfingahópum yngri landsliða en hefur ekki áður verið valin í landsliðsverkefni. Hún hefur staðið sig vel með Selfossliðinu í 1. deildinni að undanförnu og skorað þrjú mörk í síðustu fimm leikjum liðsins.

Fyrri greinBlómstrandi tónleikahald í Skálholti
Næsta greinKrem við skordýrabiti seldist upp í Hveragerði