Barbára Sól í liði ársins

Barbára Sól fagnar marki á móti ÍBV í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bárbara Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, var valin í lið ársins í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu.

Leikmenn deildarinnar völdu bestu og efnilegustu leikmennina og lið ársins en úrslitin voru tilkynnt á lokahófi Pepsi Max deildanna sem fram fór í Gamla bíói í kvöld.

Bárbara Sól stóð sig vel í sumar, bæði í bakverði og á hægri kantinum en hún var valin í varnarlínuna í liði ársins.

Elín Metta Jensen úr Val var valin besti leikmaður deildarinnar og Hlín Eiríksdóttir úr Val efnilegust. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var valinn þjálfari ársins.

Lið ársins í Pepsi Max-deild kvenna:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylkir

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðablik
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik
Natasha Moraa, Keflavík
Barbára Sól Gísladóttir, Selfoss

Katrín Ómarsdóttir, KR
Dóra María Lárusdóttir, Valur
Hildur Antonsdóttir, Breiðablik

Elín Metta Jensen, Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik
Hlín Eiríksdóttir, Valur

Fyrri greinFólk í sjálfheldu í Klifurárgili
Næsta greinÍstak bauð lægst í byggingu fjölnota íþrótthúss