Barbára skoraði í þriðja leiknum

Byrjunarliðið í leiknum í dag. Barbára er númer 7. Ljósmynd/KSÍ

U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu vann frábæran 2-0 sigur gegn Þýskalandi í dag á æfingamóti á La Manga á Spáni.

Þriðja leikinn í röð skoraði Barbára Sól Gísladóttir mark fyrir Ísland, nú með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði fyrra mark Íslands og má sjá þau hér að neðan.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland í þessum aldursflokki en Ísland vann alla þrjá leiki sína á La Manga, gegn Sviss, Ítalíu og Þýskalandi.

Næsta verkefni liðsins eru milliriðlar undankeppni EM 2020, en þar er liðið með Hollandi, Skotlandi og Rúmeníu í riðli og verður hann leikinn í apríl.

Fyrri greinTakmörkun á þjónustu og starfsemi í Ölfusi
Næsta greinSjö HSK met í bikarkeppninni