Barbára skoraði í sigri Íslands

Byrjunarliðið U19 í leiknum gegn Sviss á fimmtudag. Barbára er númer 7. Ljósmynd/KSÍ

Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, skoraði eitt marka U19 ára landsliðs Íslands í 4-1 sigri á Sviss á æfingamóti á La Manga á Spáni í kvöld.

Ísland var betri aðilinn allan tímann. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kom Íslandi yfir áður en Sviss jafnaði metin. Barbára kom Íslandi í 2-1 og Sveindís bætti svo um betur og bætti við tveimur mörkum til viðbótar til þess að fullkomna þrennuna. Staðan var 3-1 í hálfleik.

Clara Sigurðardóttir, leikmaður Selfoss, var ónotaður varamaður í leiknum.

Liðið mætir næst Ítalíu á laugardaginn og hefst sá leikur kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Fyrri greinGríðarlegar sveiflur á lokakaflanum
Næsta greinSóttu skelkaðan ferðamann á Þingvelli