Barbára skoraði sigurmark Íslands

Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmark Íslands þegar liðið mætti Finnum í gær í fyrsta leiknum á Norðurlandamóti U16 ára kvenna í Finnlandi.

Barbára byrjaði leikinn á vinstri kantinum og átti fínan leik.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Finnar náðu að jafna eftir hlé, en Barbára Sól skoraði síðan sigurmark Íslands um miðjan seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 1-2.

Næsti leikur Íslands er á morgun, sunnudag, gegn Frakklandi og hefst hann klukkan 11:00.

Fyrri greinEitt tilboð barst í Gunnarsgerði
Næsta greinKristrún með tvö mörk í sigri Selfoss