Barbára og Halldóra til Azerbaísjan

Bárbara Sól Gísladóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir, leikmenn Selfoss, hafa verið valdar í U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur í undankeppni EM í Azerbaísjan í byrjun október.

Ísland leikur þar í undanriðli ásamt heimamönnum, Svartfjallalandi og Spáni.

Bárbara Sól á að baki fjóra U17 landsleiki fyrr á þessu ári en þetta er í fyrsta skipti sem Halldóra Birta er valin í keppnishóp.

Þær verða reyndar ekki einu Selfyssingarnir í íslenska hópnum því sjúkraþjálfari liðsins er Hildur Grímsdóttir og fararstjóri er Tómas Þóroddsson.

Fyrri greinÆgir missti niður þriggja marka forskot
Næsta greinÖllum heimilt að tína af Rótarýtrjánum