Baráttusigur hjá Hamri

Hamar náði í mikilvæg stig þegar liðið lagði Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 104-86.

Það var gaman að sjá til Hamarsmanna í kvöld en þeir börðust vel frá fyrstu mínútu og leiddu allan leikinn.

Sterk liðsheild lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléinu var 59-38.

Jerry Hollis átti góðan leik fyrir Hamar og var stigahæstur með 25 stig, Örn Sigurðarson skoraði 24 og Þorsteinn Már Ragnarsson 19.

Fyrri greinÞór með góð tök á gestunum
Næsta greinÞreyttir Selfyssingar lágu í Víkinni