Baráttan við botninn harðnar

Jón Daði Böðvarsson skoraði annan leikinn í röð. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Fjölni í fallbaráttuslag í 1. deild karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag. Gestirnir höfðu betur, 2-1, og baráttan við botninn harðnar.

Selfyssingar voru kraftlitlir í upphafi leiks og þeir fengu á sig klaufalegt mark á 22. mínútu þegar Orri Þórhallsson komst inn í sendingu til baka í öftustu víglínu og skoraði. Átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir langskot Daníels Ingvarssonar sem fékk að skjóta óáreittur fyrir utan.

Það lifnaði loks yfir Selfyssingum síðasta korterið og á 34. mínútu púttaði Jón Daði Böðvarsson boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Ívan Breka Sigurðssyni.

Seinni hálfleikur var markalaus þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða. Selfyssingar fengu fín færi en tókst ekki að jafna.

Selfoss er áfram í 9. sæti deildarinnar með 16 stig, þar á eftir kemur Leiknir, einnig með 16 stig en Fjölnir og Fylkir eru í fallsætunum, með 15 og 14 stig.

Fyrri greinBilið minnkar á toppnum
Næsta greinNjáluvaka á heimaslóðum