Bangs í hópinn hjá FSu

1. deildarlið FSu í körfubolta hefur fengið enska leikmanninn Grant Bangs til liðs við sig. Bangs er 21 árs gamall rúmlega tveggja metra bakvörður/framherji.

Hann lék síðast í Bandaríkjunum og er hann fjölhæfur leikmaður sem kemur í gegnum samstarf FSu við skóla í Englandi. Hann er annar erlendi leikmaður félagsins og mun því aðeins geta leikið þær mínutur sem Collin Pryor verður á tréverkinu þar sem aðeins er heimilt að hafa einn erlendan leikmann inni á vellinum.

Bangs mun æfa með akademíu FSu og að hans sögn hlakkar hann mikið til að hefja sinn feril sem hann vonar að verði langur og farsæll í Evrópu. Hann er væntanlegur til landsins í byrjun september en keppni í 1. deildinni hefst 11. október.

Fyrri grein1.841 gestur á útsýnispallinum við Stað
Næsta greinLágtíðnimælar tímasetja gosbyrjun með mikilli nákvæmni