Bandarískur bakvörður til Þórsara

Þórsarar bjóða Vinnie Shahid velkominn í Hamingjuna.

Karlalið Þórs Þ í körfubolta hefur kvatt kanadíska framherjann Alonzo Walker og fengið til liðs við sig bandaríska bakvörðinn Vinnie Shahid.

Walker var ekki að heilla menn í upphafi Íslandsmótsins en hann var með 12 stig að meðaltali í leik og 8 fráköst. Þórsarar hafa ekki unnið leik á Íslandsmótinu þegar þremur umferðum er lokið.

Í Þorlákshöfn vonast menn til að Shahid muni kveikja neista í Þórsurum, sem auk þess hafa endurheimt Styrmi Snæ Þrastarson úr námi í Bandaríkjunum.

Shahid spilaði síðast í NM1 í Frakklandi og var meðal annars valinn leikmaður ársins í þeirri deild. Þá spilaði Shahid í tvö ár fyrir North Dakota State University í Bandaríkjunum við góðan orðstír.

Fyrri greinRíkið leigir Kumbaravog fyrir hælisleitendur
Næsta greinVel sótt afmælishátíð BES