Baldur, Nemanja og Tómas áfram í Höfninni

Baldur Þór Ragnarsson, Nemanja Sovic og Tómas Heiðar Tómasson hafa allir framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Þórs, út tímabilið 2015.

Það er því ljóst að kjarni liðsins í vetur verður áfram.

Allir voru þeir lykilmenn í liði Þórs í vetur en í frétt á heimasíðu Þórs er tölfræði þeirra tekin saman og má sjá hana hér að neðan:

Baldur – 9,2 stig (34% í 2ja, 24% í 3ja, 57% í vítum), 2,8 fráköst, 5,4 stoðsendingar, 1,3 stolnir, 3,2 tapaðir, 6,8 í framlag.

Nem – 16,5 stig (51% í 2ja, 36% í 3ja, 86% í vítum), 9,0 fráköst, 1,6 stoðsendingar, 0,6 stolnir, 1,2 tapaðir, 0,7 varin, 19,5 í framlag.

Tómas – 12,7 stig (52% í 2ja, 39% í 3ja, 75% í vítum), 4,3 fráköst, 2,9 stoðsendingar, 1,5 stolnir, 2,8 tapaðir, 0,6 varin, 13,3 í framlag.

Fyrri greinÁrmann efstur á D-listanum í Ölfusi
Næsta greinGuðmundur Kr. kosinn formaður Umf. Selfoss