Baldur aftur formaður Baldurs

Aðalfundur Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi var haldinn í byrjun janúar og urðu nokkrar breytingar á stjórn. Baldur Gauti Tryggvason er orðinn kjörinn formaður á nýjan leik.

Auk hans sitja í nýrri stjórn þau Guðmundur Bjarnason varaformaður, Gunnhildur Gísladóttir ritari, Svanhvít Hermannsdóttir gjaldkeri og Jón Gautason meðstjórnandi. Birgitta Kristín Bjarnadóttir og Anton Þór Ólafsson eru varamenn.

Hanna Kristin Ólafsdóttir glímukona var kjörin íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélaginu Baldri og Sunna Skeggjadóttir fékk viðurkenningu fyrir góða ástundun á íþróttaæfingar.

Fyrri greinMúli kominn í eigu sveitarfélagsins
Næsta greinHásteinn aflahæsti dragnótarbáturinn