Bæði lið fengu heimaleik

Selfyssingar fjölmenntu í stúkuna 9. mars 2018 og engin ástæða til annars en að ætla að stemningin verði jafnvel betri í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Selfossliðin fengu bæði heimaleiki gegn sterkum andstæðingum.

Karlalið Selfoss dróst gegn Val í stórleik 8-liða úrslitanna og kvennaliðið dróst gegn bikarmeisturum Fram. Báðir leikirnir fara fram á Selfossi í kringum 18. febrúar.

Þau lið sem komast áfram úr þessari umferð komast í bikarvikuna í Laugardalshöll í byrjun mars.

Bikardrátturinn í heild sinni:

Kvennaflokkur
FH – Valur
ÍBV – KA/Þór
Haukar – Stjarnan
Selfoss – Fram

Karlaflokkur
Fjölnir – Þróttur
Afturelding – FH
ÍBV – ÍR
Selfoss – Valur

Fyrri greinLeikskóli í Dísarstaðalandi tilbúinn á næsta ári
Næsta greinKristín tímabundið sett sýslumaður í Vestmannaeyjum