Babacar semur til þriggja ára

Selfyssingar hafa gert nýjan samning við miðjumanninn öfluga, Babacar Sarr, út keppnistímabilið 2014. Babacar undirritaði samninginn á Kaffi-Krús á Selfossi í dag.

Babacar gekk í raðir Selfoss fyrir síðasta keppnistímabil og gerði þá samning út árið 2012. Hann var algjör lykilmaður í liði Selfoss og lék nítján leiki í deild og bikar með Selfyssingum í fyrra. Í lok keppnistímabilsins var hann valinn í úrvalslið 1. deildarinnar á fotbolti.net auk þess sem hann var valinn annar af leikmönnum ársins á Selfossi.

Eftir keppnistímabilið í fyrra fór Babacar til reynslu hjá Lilleström og Brann í Noregi en hann hefur vakið áhuga fleiri erlendra liða.