Báðar sveitir GOS fóru upp um deild

Karla- og kvennasveitir Golfklúbbs Selfoss náðu báðar því markmiði að komast upp um deild þegar Sveitakeppni Golfsambands Íslands fór fram um síðustu helgi.

Karlasveit GOS spilaði á heimavelli í 3. deild og varð í öðru sæti eftir hörkuleik við nágranna sína í Golfklúbbi Hveragerðis þar sem úrslitin réðust á 18 holu í síðasta leik. Selfyssingar og Hvergerðingar leika því í 2. deild að ári. Golfklúbbur Öndverðarness varð í 8. sæti í deildinni og féll því niður í 4. deild.

Kvennasveit GOS gerði frábæra ferð norður á Sauðárkrók þar sem leikið var í 2. deild kvenna. Selfyssingar spiluðu þar úrslitaleik við heimastúlkur og töpuðu naumlega, en þær komust upp um deild og spila í 1.deild á næsta ári. Golfklúbburinn Úthlíð varð í 4. sæti í deildinni og Hvergerðingar í 7. sæti.

Í 4. deild karla varð Golfklúbbur Þorlákshafnar í 6. sæti en Golfklúbburinn Geysir varð í 7. sæti og féll niður í 5. deild.

Í 5. deild karla sigraði Golfklúbburinn Tuddi og fer hann upp í 4. deild að ári en Golfklúbburinn Þverá varð í 3. sæti í 5. deildinni.


Hvergerðingar fögnuðu sigri í 3. deild karla. Ljósmynd/GHG

Fyrri greinÆtla að ganga 200 kílómetra áheitagöngu
Næsta greinEkki leyfilegt að bjóða gistingu í smáhýsum