B-riðillinn í hnút

Ægir tapaði í kvöld á útivelli fyrir Þrótti Vogum, 2-1, í B-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu.

Milan Djurovic kom Ægi í 0-1 á 22. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu Þróttarar með sjálfsmarki Ársæls Jónssonar. Fimm mínútum síðar tryggði Hallur Kristján Ásgeirsson Þrótturum sigurinn en síðari hálfleikur var markalaus.

Berserkir hafa tryggt sér sigurinn í riðlinum en hörð keppni er um 2. sætið. Þar stendur KFS best að vígi með 16 stig og Ægir er í 3. sæti með 14 stig eins og Þróttur Vogum, en Ægir og KFS eiga leik til góða á Þrótt.

Þar fyrir neðan eru KFK og Vængir Júpíters með 11 stig en KFK á sömuleiðis leik til góða á Þrótt. Það er því ljóst að spennandi leikir eru framundan í riðlinum eftir Verslunarmannahelgi en þá mæta Ægismenn Berserkjum, KFK og KFS.

Fyrri greinÖruggt hjá Árborg
Næsta greinEnn og aftur sex mörk