Bættu ekki á sig blómum í Garðinum

Hamar er í 10. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 tap í leik gegn Víði í Garði í gærkvöldi.

Víðismenn komust í 3-0 áður en Ágúst Örlaugur Magnússon minnkaði muninn fyrir Hamar með marki úr vítaspyrnu.

Leikjaplanið er nokkuð þétt hjá Hamri þessa dagana en á þriðjudag fær liðið Víking Ólafsvík í heimsókn og fjórum dögum síðar heimsækir Hamar KV á útivelli.