Bæði Hamarsliðin töpuðu naumlega

Bæði karla- og kvennalið Hamars töpuðu sínum leikjum í 1. deild karla og Domino’s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi.

Karlaliðið fékk Skallagrím í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði þar sem gestirnir höfðu betur. Fyrri hálfleikur var hnífjafn og staðan að honum loknum 42-42. Skallagrímur tók 3. leikhlutann sannfærandi og lagði þar grunninn að sigrinum þó að Hvergerðingar hafi verið komnir mjög nálægt þeim á lokasekúndunum. Lokatölur urðu 79-83.

Tölfræði Hamars: Örn Sigurðarson 25 stig/9 fráköst, Samuel Prescott jr. 24 stig/7 fráköst, Oddur Ólafsson 10 stig, Þorsteinn Gunnlaugsson 9 stig, Sigurður Orri Hafþórsson 6 stig, Ármann Vilbergsson 3 stig, Bjartmar Halldórsson 2 stig/7 stolnir.

Á sama tíma heimsótti kvennalið Hamars Stjörnuna í Garðabæ og tapaði naumlega eftir hörkuleik. Staðan var 37-36 í hálfleik en Stjarnan jók forystuna í 3. leikhluta og upphafi þess fjórða. Hamar kom til baka undir lokin en náði ekki að brúa bilið.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 23 stig/4 fráköst, Suriya McGuire 20 stig/11 fráköst/8 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 13 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 8 stig/8 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6 stig/11 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 4 stig, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2 stig.

Fyrri greinFimm sagt upp hjá SASS
Næsta greinHvítasunnusöfnuðurinn gaf leikföng á HSu